HEIM / UM RESTÓ / KVÖLDIÐ / VÍNLISTINN / HAFÐU SAMBAND

Jóhann Helgi Jóhannesson kokkur og kona
hans Ragnheiður Helen Eðvarðsdóttir reka Restó.

Jóhann Helgi er reyndur kokkur og hefur staðið vaktina í Ostabúðinni að Skólavörðustíg, á La Primavera, Við Tjörnina og víðar undanfarin ár.
Jóhann hefur byggt upp góðan orðstír fyrir gæða eldamennsku en
hádegiseldhúsið í Ostabúðinni hefur verið eitt það vinsælasta í borginni.

Kokkurinn leggur áherslu á fiskrétti og er boðið upp á úrval rétta sem nostra við bragðlaukana. Ferskleikinn er í fyrirrúmi og leggur kokkurinn áherslu á hráefnin og töfrar fram ævintýralega rétti. Kjöt og grænmetisréttir eru einnig á matseðlinum,
fyrri þá sem það kjósa.

Jóhann Helgi og Ragnheiður hafa nostrað við veitingastaðinn.
Umhverfið er hlýlegt og huggulegt og er lögð áhersla á vinalega og góða þjónustu.

En alltaf er maturinn í fyrirrúmi á Restó og ætti enginn að vera svikinn.

ÞÚ GETUR BÓKAÐ BORÐ
Í SÍMA 
546 9550
eða sent okkur tölvupóst á RESTO@RESTO.IS


Það er opið hjá okkur :

Sunnudaga - fimmtudag: kl.17:30-22:00

Föstudag og laugardag: kl. 17:30-22:30